Reykjafoss

Reykjafoss, allmikill foss í Svartá, mestur í byggðum Skagafjarðar. Göngustígur liggur frá girðingum á Vindheimamelum, framhjá Reykjafossi, yfir göngubrú inn á gömlu göturnar yfir Svartá. Stígurinn að Fosslaug liggur norður bakkann meðfram ánni. Laugin blasir við í þann mund sem heyrist fossniður.