Reykjahlíð

Reykjahlíð, höf­uð­staður Mý­vatns­sveit­ar, land­mesta jörð á Íslandi. Nær hún norðan frá Gæsa­fjöll­um austur að Detti­fossi og Jök­ulsá, og inn svo langt sem grös ná, áætluð 6000 km2. Kirkju­stað­ur, prests­setur fyrrum. Hraun rann umhverfis kirkj­una 1729.

Ný kirkja stendur nú utan við hraunið, vígð 1962. Hótel og veitingar, sund­laug, skóli, íþrótta­hús,9 holu golf­völlur, flug­völlur, tjaldsvæði, bifreiðaverkstæði. Við Mý­vatn urðu ein lang­vinnustu eld­gos er sög­ur fara af á Íslandi, Mývatnseldar, á árunum 1724–1729. Eld­ur var þá uppi á mörgum stöðum og hraun­flóð mik­ið frá gíga­röð sem kennd er við Leir­hnjúk, sem eyddi þrem býlum og tók af bæ­inn Reykja­hlíð.