Reykjanes, suðvesturtá Reykjanesskagans, gróðurlaus og eldbrunnin með brotinni hraunströnd. Valahnúkur, móbergsfjall þar sem silfurmáfur, fýll, rita og hrafn verpa.
Mjög mikill jarðhiti, brennisteinsog leirhverir, kunnastur er Gunnuhver, kenndur við konu er gekk aftur og sótti á fólk og fénað. Þar er Reykjanesvirkjun er nýtir jarðvarmann til raforkuframleiðslu.
Fyrsti viti landsins var reistur á Valahnúk 1878. Rústir gamla vitans eru neðan og norðan Valahnúks. Skammt undan landi er móbergsdrangur 51 m hár, heitir Karl.