Reykjanesbær

Reykjanesbær, miklar endurbætur hafa farið fram á gamla miðbænum. Duusverslun og Fischerverslun mynda gamla verslunarkjarnann en bryggjurnar framan við þær voru áður miðpunktur Keflavíkur. Smábátahöfnin í Gróf er einstaklega falleg. Þar er bátafloti til sýnis, m.a. Baldur KE 97 eða Gullmolinn (1961), fyrsta íslenska skipið sem notaði skuttog.

Vatnaveröld – yfirbyggður vatnsleikjagarður, víkingaskipið Íslendingur, Duushús, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar sem m.a. hýsir Listasafn Reykjanesbæjar, Bátasafn Gríms Karlssonar og sýningar Poppminjasafn Íslands. Mikið um gönguleiðir. Skemmtilegt útivistarsvæði á Berginu.