Rifstangi

Rifstangi, nyrsti tangi lands­ins. Þar var bær­inn Rif. Þar fædd­ist Guð­mund­ur Magn­ús­son (Jón Trausti) (1873–1918) skáld. Hann missti föð­ur sinn fjög­urra ára gam­all og fimm ára var hon­um kom­ið á hrepp­­inn og dvaldi næstu fimm ár­in (ómaga­ár­in) á Skinna­lóni, næsta býli aust­an við Rif. Móð­ir hans gift­ist aft­ur þegar hann var tíu ára og dvaldi hann hjá henni í Núp­skötlu til fjórt­án ára ald­urs.