Rútshellir

Hrútafell, í móbergshöfða skammt fyrir austan bæinn er Rúts­hellir, lík­lega elsta hús hér á landi sem gert er af manna höndum. Í Jarða­bókinni frá 1703 og í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er þess getið að í helli­num muni stundum hafa verið búið áður fyrr. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þar hafi verið smiðja með hinu forna smiðju­fyrirkomu­lagi. Af þessu má dæma að Rúts­hellir er ein af okkar áhugaverðustu minja­perlum.