Sænautasel

Sænautasel, eyðibýli við suðurenda Sænautavatns. Þar var búið í 100 ár eða frá 1843-1943. Árin 1992-1993 var bærinn endurreistur til sýnis fyrir ferðamenn og þar er starfrækt ferðaþjónusta á sumrin með innsýn í liðna tíð. Heimsókn í Sænautasel er mjög vinsæl enda skoðunarverður staður. Vikurfall úr Öskjugosinu 1875 lagði öll býlin í suðurhluta Heiðarinnar í eyði nema Rangalón við norðurenda Sænautavatns.