Sandá

Sandá, austasta kvísl Jökulsár í Öxarfirði,skilst frá henni neðan brúar og sameinast Brunná hjá Klifshaga. Í vatnavöxtunum í Kreppu og Jökulsá á Fjöllum í ágúst 1999 tók brúna á Sandá á Austursandsvegi af í heilu lagi og rak á haf út en var síðar færð að landi við Kópasker en reyndist ónýt.