Sandafell

Sandafell, 367 m, fyrir ofan Þingeyri. Kennt við hið forna höfuból Sanda, sem mjög kom við sögu á Sturlungaöld, prestssetur um langan aldur, nú í eyði en kirkjugarður er þar enn. Aka má upp á fellið en þar er hringsjá.