Sandfell

Sand­fell, eyðibýli, fyrr­um kirkju­­stað­ur til 1914 og prests­­set­ur til 1931. Eitt af elstu býl­um í Ör­æfum. Háalda í landi Sand­fells er tal­in far eft­ir geysi­s­tór­an ís­jaka úr Ör­æfa­jök­uls­gos­inu 1727, frið­lýst sem nátt­úru­vætti. Þeg­ar geng­ið er á Ör­æfa­jök­ul er einna helst lagt upp frá Sand­felli.