Sauðafell

Sauðafell, einn helsti sögustaður í Dalasýslu. Þar bjó Sturla Sighvatsson (1199–1238) og var Sauðafellsferð Vatnsfirðinga að honum gerð 1229. Hrafn Oddsson (1226–89) bjó þar síðar og fór með hirðstjórn yfir öllu landi. Á Sauðafelli handtók Daði í Snóksdal Jón Arason og sonu hans. Kirkja til 1919. Þar er Jakob Jóh. Smári (1889–1972) skáld fæddur. Um 1900 sat þar sem sýslumaður Björn Bjarnarson, frumkvöðull að stofnun Listasafns Íslands.