Sauðahnjúkur

Vegaskarð, lítið skarð milli Vegahnjúks, 783 m, að sunnan og Sauða­hnjúks, 641 m, að norðan. Austan skarðsins opnast sýn yfir sléttuna við Möðrudal. Undir skarðinu fellur Skarðsá.