Sauðanes

Sauðanes, gamla prestssetrið á Sauðanesi var reist á árunum 1879–80 og er eitt fárra steinhlaðinna húsa á landinu, reist fyrir sr. Vigfús Sigurðsson (1811–1889).

Að smíðinni unnu bræðurnir Björgólfur snikkari og Sveinn múrsmiður Brynjólfssynir.

Grjótið í veggjunum er tekið úr Brekknafjalli og Prestlækjarbotnum en dyraumbúnaður og margar hurðir hússins voru smíðaðar úr gríðarmiklum og hörðum tekkbol sem rak þar að landi á sínum tíma.

Húsið hefur verið hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1989 en var formlega opnað eftir endurbætur sumarið 2003.