Sauðárkrókur

Sauðárkrókur, varð löggiltur verslunarstaður 1858, kaupstaðarréttindi 1947.Minjahúsið er við Aðalgötuna en þar eru m.a. til sýnis fjögur lítil verkstæði í anda liðinna tíma, einnig er ísbjörn til sýnis. Á Faxatorgi er minnismerki um íslenska hestinn eftir Ragnar Kjartansson.

Brekkurnar fyrir ofan bæinn kallast Nafir og eru fornir sjávarkambar, á Nöfunum er útsýnisskífa þar sem hægt er að njóta þess að horfa yfir fjörðinn. Einnig er 9 holu golfvöllur upp á Nöfum.