Sauðlauksdalur, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í litlu dalverpi. Sandfok og uppblástur frá sjó, stöðuvatn með silungsveiði. Séra Björn Halldórsson (1724–94) gerði garðinn frægan. Ræktaði fyrstur manna kartöflur hér á landi. Hóf einnig fyrstur varnir gegn sandfoki. Lét hlaða grjótgarð sem bændur nefndu Ranglát og enn sést. Í kirkjunni var hökull er Ingibjörg kona Eggerts Ólafssonar saumaði en hann er nú varðveittur á Þjóðminjasafni Íslands. Flugvöllur.