Selárdalur

Selárdalur, nyrst­ur þeirra þriggja dala er ganga upp frá Vopna­firði, rúm­lega 30 km lang­ur að Mæli­felli, 822 m háu. Grunn­ur dal­ur, enda lág­ar heið­ar og háls­ar báð­um meg­in. Um hann renn­ur Selá, góð veiðiá. 6–7 km frá þjóð­­veg­in­um er Sel­ár­foss, lax­geng­ur og nokkru neð­ar er jarð­­hiti og þar er sund­­laug Vopn­firð­inga sem af mörg­um er talin róman­tískasta laug landsins því í henni er ekkert rafmagn og þegar skyggja tekur er laugin lýst upp af tunglskini, norður­ljós­um og stjörnu­björt­um himni. Innan­dyra klæðir fólk sig úr og í við kertaljós. Nú einn bær í byggð.