Seljalandsfoss

Seljalandsfoss, 60 m, einn hæsti og fegursti foss landsins, er í Selja­landsá, skammt sunnan Gljúfurár. Klettarnir sem Seljalandsfoss fellur fram af eru gamlir sjávarklettar.

Gengt er bak við fossinn og göngubrú er á gömlu brúarstæði yfir ána við fossinn.

Fossinn er flóðlýstur á kvöldin.