Seltún

Seltún, háhitasvæði í Krýsuvík, leir– og gufuhverir. Jarðvegur er súr og ófrjór vegna áhrifa brennisteinssambanda í hveragufunni.

Við volgrur og í raklendi vex þó nokkur gróður, m.a. laugabrúða, laugasef og lindasef. Utan við hveraaugun myndar blávingull víða samfelldar gróðurbreiður. Talverð brennisteinsútfelling er frá hverunum.

Fyrr á öldum var brenni­steinn fluttur úr landi og notaður til púðurgerðar.

Gangið eingöngu eftir stígum og merktum gönguleiðum.