Selvík, skipalægi og gömul verstöð, sjást þar enn fornar búðartóttir. Þaðan gerði Kolbeinn ungi út skipaflota sinn er hann hugðist ráðast á Vestfirði 1244, sem leiddi til Flóabardaga. Þar hafa bændur á Skaga gert sér hafnaraðstöðu og ganga þaðan nokkrar trillur.