Seyðisá

Seyðisá, allvatnsmikil bergvatnsá, kemur upp undan Búrfjöllum. Í hana falla árnar Þegjandi og Beljandi. Seyðisá var brúuð 1994 og voru þá öll meiri fallvötn á Kjalvegi brúuð.