Síða

Síða, sveitin sunnan undir fjöllum frá Skaftá að Þverá. Liggur í suðurhlíð lágra fjalla víða með sævi sorfnum hamrabrúnum. Vestast standa bæir í brekkum en austar á grösugri vall­lendisræmu við brekku­­rætur.