Skaftá, jökulá, ein af stórám landsins, kemur undan Skaftárjökli, fellur milli Skaftártungu og Síðu, austur með Síðunni, suður með Landbroti og út um Skaftárós. Árlega verða mikil hlaup í Skaftá, sem skilur eftir sig fíngerðan jökulleir. Ekki þarf mikinn vind til að mynda moldarmökk í lofti.