Skaftáreldahraun

Skaftáreldahraun eða Eldhraun, (hraunflæmi, 565 km2) hraunflóð sem rann úr Lakagígum árið 1783–4, talið hið mesta sem runnið hefur á jörð­inni í einu gosi síðan sögur hófust. Eldgos þetta var kallað Skaftár­eldar eða Síðueldur. Eyddust þá 22 bæir. Allmikil gjóska kom upp af hraun­flóðinu og barst askan um mikinn hluta landsins og allt til megin­lands Evrópu og einnig alla leið til austur Asíu. Meira en 9000 manns létust eða um 20% þjóðarinnar. Mikið hefur verið ritað um þetta hraun bæði af íslenskum og erlendum vísindamönnum.