Skarð

Skarð, sögu­ríkt höf­uð­ból fyrr og síð­ar. Hef­ur ver­ið í eigu sömu ætt­ar frá 11. öld og senni­lega frá land­náms­öld. Land­náms­mað­ur­inn Geir­mund­ur helj­ar­­skinn, land­náms­maður, sat á Geir­mund­ar­stöð­um sem eru í tún­jaðr­in­um á Skarði. Mest­ar sög­ur fara af Skarði er Björn ríki Þor­leifs­son, hirð­stjóri, og síð­ar Ólöf Lofts­dótt­ir kona hans réðu þar á 15.öld; eru enn sýni­leg­ar minj­ar frá þeim tíma, m.a. legsteinn Björns. Kirkju­stað­ur. Í kirkj­unni er altaris­tafla sem talið er að Ólöf ríka hafi gef­ið og fleira góðra gripa. Frá Skarði eru tvö merk skinn­hand­rit er bæði heita Skarðsbók, lög­bók og helgi­sög­ur. Í Skarðs­­stöð er höfn, versl­un­ar­stað­ur um hríð. Þar í grennd surt­ar­brands­náma.