Skeggjastaðir, bær landnámsmannsins Hróð geirs hins hvíta, nú kirkjustaður og prestssetur. Nokkru vestar er sérkennilegur drang ur er rís úr sjó, Stapi. Skeggjastaðakirkja er elsta timburkirkja á Austurlandi byggð 1845. Presturinn, séra Hóseas Árnason, borg aði alla smíðina úr eig in vasa en bæði biskup og heimamenn synjuðu honum um aðstoð. Prófasturinn á Hofi í Vopna firði, séra Guttormur Þorsteinsson, sem átti Skoruvíkurfjörð á Langa nesi, gaf rekatréð í kirkjuna. Kirkjan var gerð upp 1961-62 og smíðuð við hana viðbygging með turni.