Skeiðará

Skeiðará, ein af vatns­mestu jök­ulám á Ís­landi, kem­ur und­an aust­an­verð­um Skeið­ar­ár­jökli, löng­um ill­fær á sumr­um og var talið tor­velt að brúa hana. Æsi­leg hlaup, sem tal­in eru eiga upp­tök í eld­­stöðv­un­um Grím­svötn­um í Vatna­jökli koma í hana á fárra ára fresti. Í Skeið­ar­ár­hlaup­­inu 1934 varð áin 9 km breið og vatns­meg­in henn­ar áætl­að 64 þús m3/sek. Skeið­ará var brú­uð 1973–74. Brú­in er 904 m á lengd og lengsta brú á Ís­landi. Við brúna var hring­veg­ur um Ís­land há­tíð­lega opn­að­ur 14. júlí 1974.