Skessugarður, forn jökulgarður sem liggur rétt vestan við Sænautafell, um 2 km sunnan gamla Austurlandsvegar, þvert yfir Grjótgarðsháls. Eitt mikilfenglegasta náttúrufyrirbæri hér á landi. Er garðurinn, sem er a.m.k. 5 m á hæð, eins konar múr, byggður úr tröllauknum björgum úr dílabasalti. Í þjóðsögum segir að þarna hafi skessur tvær hlaðið landmerki sín.