Skipalón

Skipalón, ysti bær í Hörg­ár­dal að aust­an. Þar bjó Þor­steinn Dan­í­els­son (1796–1882), brautryðjandi á sviði jarðræktar í Eyjafirði og upphafs­maður að þil­skipaútgerð við Eyjafjörð. Smíðaði Þorsteinn bæði húsin á Skipalóni og ýmis önnur merk hús fyrir norðan, auk báta og ýmsa gripi úr tré og járni. Íbúðarhúsið, sem gengur undir nafninu Lónsstofa, reisti hann árið 1824 og nítján árum síðar smíðahúsið. Eins og nafnið bendir til hafði Þorsteinn þar verkstæði sitt. Standa þar enn hús þau er hann reisti. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1985. Þorsteinn smíð­aði fjölda kirkna, m.a. Möðru­valla­kirkju. Þekktur staður úr Nonna­bók­unum.