Skiphylur

Skiphylur, bær er dreg­ur nafn sitt af hyl í Hít­ará, Þang­brands­hyl, ekki langt frá ósum hennar þar sem sagt er að Þang­brand­ur prest­ur og kristni­boði hefði lagt skipi sínu eft­ir að hann varð aft­ur­reka til lands og lenti í Hít­ar­ár­ósi, 997. Við hylinn er klettur, Klukkusteinn, sem Þangbrandur á að hafa fest skip sitt við. Sé steini slegið í klettinn heyrist eins konar bjölluhljómur og fær hann nafn sitt af því.