Skjálftavatn

Kelduhverfi, hér­að­ið upp frá botni Öx­ar­fjarð­ar milli Tjör­nes­fjalla og Jök­ulsár. Sprung­ur og gjár eru víða hið efra, hættu­leg­ar yf­ir­ferð­ar. Nær sam­tím­is eldsum­brot­un­um við Leir­hnjúk 1975 hófust jarð­skjálft­ar í Keldu­­hverfi, mjög tíð­ir og sum­ir all­harð­ir fyrstu mán­uði árs­ins 1976. Önn­ur (hörð) jarð­skjálfta­hrina var í árs­byrj­un 1978. Er talið að land­ið sé að gliðna enda hafa marg­ar sprung­ur og gjár opn­ast en aðr­ar eldri víkk­að og dýpk­að, verð­ur þessa vart allt norð­ur í sjó. Um leið hef­ur land sig­ið um einn metra eða meira. Mest hef­ur jarð­rask­ið orð­ið á svæð­inu frá Lind­ar­brekku og aust­ur um Hlíð­ar­gerði, einkum hjá bæj­un­um Lyng­ási, Fram­nesi og Hlíð­ar­gerði. All­víða hef­ur kom­ið upp volgt vatn í sprung­um. Niðri á flat­lend­inu Vest­ur–Sandi varð til nýtt stöðu­vatn, Skjálftavatn. Af þess­um sök­um hafa ár­far­veg­ir breyst veru­lega.