Skógafoss

Skógafoss, 60 m hár, einn formfegursti foss landsins, í Skógá, sem á upptök undir Fimmvörðu hálsi. Í ánni eru margir aðrir fossar en enginn jafnoki Skógafoss. Friðlýst náttúruvætti.

Þjóðsögur herma að Þrasi landnámsmaður í Skógum hafi falið gullkistu undir Skógafossi.