Skörð

Skörð, býli í Reykja­hverfi. Þar bjó í fornöld Ófeig­ur Járn­gerð­ar­son, sem atti kappi við Guð­mund ríka á Möðru­völl­um. Á 19. öld bjó þar kunn­ur hag­yrð­ing­ur, Skarða–Gísli, son­ur hans var Arn­grím­ur mál­ari (1829–87), mjög list­feng­ur og sjálf­lærð­ur. Sjá Tjörn í Svarfaðardal.