Skorradalsháls, um 25 km langur frá Kýrmúla inn að Eiríksvatni. Víðast liðlega 300 m hár. Nafnið ekki gamalt heldur voru hlutar hans kenndir við bæina sem undir honum standa. Einna mest áberandi eru Krossöxl fyrir ofan Kross og Kistufell nokkru innar. Fyrir ofan Skarð er Skarðshnöttur, og tvö dalverpi beggja vegna. Skarðsdalur utan við, Tötradalur innan við hnjúkinn.