Skriða

Skriða, gam­alt höf­uð­ból vest­an Hörg­ár. Hét fyrr­um Langa­hlíð. Þar brenndi Guð­mund­ur dýri inni Ön­und Þor­kels­son ásamt ein­um manni árið 1197 og að auki voru 4 menn vegn­ir sem komust skadd­að­ir frá brun­an­um. Bær­inn breytti um nafn eft­ir að hann tók af í skriðu­hlaupi 1397 og fór­ust þá 16 manns, þar á með­al bónd­inn, Hrafn Bót­ólfs­son, lög­mað­ur. Í byrj­un 19. ald­ar bjó Þor­lák­ur Hall­gríms­son (1754–1846) í Skriðu. Hann hóf braut­ryðj­enda­starf í garð­rækt og trjá­rækt og standa þar enn nokk­ur þeirra trjáa er hann gróð­ur­setti og eru elst rækt­aðra trjáa á Ís­landi.