Skriðuklaustur

Skriðuklaustur, fornt stórbýli. Þar var klaustur 1493-1552 en kirkja til 1792. Fornleifarannsókn fór fram á klausturrústunum 2002-2011 og er minjasvæðið aðgengilegt gestum og grunnform klaustursins sýnilegt. Í klausturgarðinum er leiði Jóns hraks sem Stephan G. kvað um. Árið 1939 settist Gunnar Gunnarsson rithöfundur (1889–1975) þar að og reisti stórhýsi mikið og sérkennilegt. Gaf hann síðar ríkinu jörðina 1948.

Gunnarsstofnun hefur frá árinu 1999 rekið menningarog fræðasetur í Gunnarshúsi með vísi að safni um skáldið. Á Skriðuklaustri er Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs, í fyrstu vistvænt vottuðu byggingu landsins.