Skrúðshellir

Skrúður, 161 m há, mjög vel gró­in kletta­eyja. Þar er mik­ill fugl, m.a. súlu­­varp. Fræg­ur af þjóð­sög­unni um Skrúðs­bónd­ann sem átti að búa þar í helli mikl­um og hef­ur orð­ið skáld­um að yrk­is­efni. M.a. seiddi hann til sín prests­dótt­ur frá Hólm­um í Reyð­ar­firði. Skrúðs­hell­ir er hár til lofts og víð­ur til veggja og innst í hon­um er há skriða.