Skyndidalsá

Kollumúlavegur, 24,5 km af hringvegi hjá Þórisdal í Lóni að Illakambi. Fær breyttum jeppum, minnst tveim saman. Skyndidalsá er jökulá og foraðsvatn í rigningum og jökulbráð í sólarhita, blaut og vond í botninn. Ef menn eru ókunnugir og óvanir að fara yfir jökulár er rétt að fá aðstoð við að fara yfir. Á sumrin eru daglegar rútuferðir inn á Illakamb og leggur rútan af stað frá Stafafelli kl. 10. Innan Skyndidalsár liggur jeppaslóð fram hjá Eskifelli upp á Illakamb við Kollumúla.