Slaufrudalur

Endalausidalur, þröng­ur dal­ur og op­inn í báða enda, ligg­ur frá Efra–Firði til Lax­ár­dals. Ár falla til beggja enda og í daln­um er snjó­flóða– og skriðu­hætta. Af­dal­ur frá hon­um heit­ir Loklausi­dal­ur. Ann­ar af­dal­ur er Slaufrudal­ur. Milli hans og Enda­lausa­dals er stærsti berg­hleif­ur úr djúp­­bergi sem kunn­ur er hér á landi, er hann um 10 km2 á yf­ir­­borði og úr graníti. Þar er Bleiki­tind­ur, 615 m.