Sleðbrjótur

Sleðbrjótur, kirkju­stað­ur og fornt höfuðból. Sagt er að bær­inn dragi nafn sitt af sleða sem þræl­ar brutu þeg­ar þeir voru á heim­leið frá Vopna­firði. Hittu þeir þræla frá næsta bæ sem einnig voru með sleða, föl­uðu hann en fengu ekki. Laust þá í bar­daga milli þræl­anna og létu þeir all­ir líf sitt.