Smjörfjöll

Smjörfjöll, milli Vopna­fjarð­ar og Jök­ulsár­hlíð­ar, brött og hömrótt Vopna­fjarð­ar­meg­in. Víð­ast um 1200 m og hæst 1251 m. Smjör­fjöll eru gróð­ur­lít­il, giljótt og skriðurunn­in, víða með líp­ar­ít­innskot­um. Fann­ir liggja þar víða allt sum­ar­ið. Ýms­ar ár falla það­an sem verða all­tor­fær­ar í leys­ing­um þótt ann­ars séu þær vatns­litl­ar.