Snæfell

Snæfell, 1833 m og hæsta fjall lands­ins utan Vatna­jök­uls. Fjall­ið sést víða að, út­sýn af því að sama skapi mik­il. Gam­alt eld­fjall og snævi hul­ið hið efra. Íbú­ar á Fljóts­dals­hér­aði segja að þeg­ar bjart sé yfir Snæ­felli að kvöldi bregð­ist ekki gott veð­ur dag­inn eftir. Vest­an und­ir Snæ­felli, hef­ur Ferða­fé­lag Fljóts­dals­hér­aðs reist skála. Frá Kárahnjúkavegi er góður bíl­veg­ur að Snæ­fells­skála. Um­hverfi Snæ­fells og vest­ur um Kring­ils­árrana er að­al­heim­kynni hrein­dýr­anna. Ferðafélag Fljóts­dals­héraðs hefur stikað gönguleiðir í nágrenni Snæ­fells. Gott göngukort fæst víða.