Snartarstaðir

Snartarstaðir, kirkju­stað­ur og sýslubókasafn. Þar er einnig Byggðasafn Norður–Þingeyinga. Þar er að finna mikið úrval hannyrða af ýmsum toga, glæsilegan útsaum, vefnað, prjónles og margt fleira sérstakt og skemmtilegt. Þar eru einnig ýmsir aðrir hlutir, leikföng, brunakerra, byssur, útskurður, járnsmíði og margt fleira. Á safninu er merkilegt bókasafn Helga Kristjánssonar í Leirhöfn sem var vel þekktur bókbindari og húfugerðarmaður. Á safninu er einnig safnakaffi.