Snjófjall

Mýrar, sveit­in frá Horna­fjarð­ar­fljót­um að farvegi Heina­bergs­vatna sem nú renna í Kol­grímu, lág­lend, mýr­lend með lág­um klappa­holt­um og víð­áttu­mikl­um jökulaur­um. Jök­ul­ár flæm­ast um lág­­lend­ið í sí­breyti­leg­um far­veg­um. Djúpá aust­ast og Hólms­á um miðja sveit. Fláa­jök­ull og Heina­bergs­jök­ull ganga nið­ur á Mýr­ar. Ak­fært er með Hólmsá, að austan, að Fláa­jökli. Fram­an við byggð­ina eru leir­ur og lón en all­breið­ur grandi með sjón­um. Heina­bergsjökull klofn­ar í tvo arma um Hafra­fell og kallast nú syðri hlutinn Skálafellsjökull. Norð­vestur af Hafra­felli er ein­kenni­legt, ein­stætt fjall upp úr jökl­inum með djúpri jök­ul­skál sunn­an í og heit­ir Snjófjall. Und­an aust­an­verð­um jökl­in­um falla Heina­bergs­vötn. Í þau koma iðu­lega hlaup sem stafa af því að svo­nefnd­ur Vatns­dal­ur, nyrst í Heina­bergs­fjöll­um, stífl­ast af jökli og fyllist af vatni þar til vatns­þung­inn brýt­ur sér leið und­ir jökul­inn. Heina­­bergs­vötn voru brú­uð 1947 en árið eft­ir flutt­ust þau yfir í Kol­grímu og stend­ur brú­in á þurru síð­an. Þar sem Hólms­á kem­ur und­an Fláa­jökli er 150 m hátt kletta­fell, Jökulfell, sem var hul­­ið jökli um alda­mót­in 1900 en fór að koma í ljós um 1920 og sést ekki á her­for­ingja­ráðskort­inu. Í göml­um landa­merkja­bók­um er hins veg­ar mið­að við þetta fell.