Sog

Sog, mesta berg­vatn lands­ins, fell­ur úr Þing­valla­vatni. Áður féll það í fögru gljúfri sem nú er að mestu þurrt eft­ir gerð Stein­gríms­stöðv­ar. Sog­ið er 19 km langt og flyt­ur um 114 m3 vatns á sek­úndu. Mik­il veiðiá. Mý­bit er víð­ast mik­ið við Sog­ið, mest efst. Sog­ið er eina fall­vatn lands­ins sem full­virkj­að er til orku­vinnslu.