Sólheimaháls

Sólheimaháls, 329m, langir og lágir ásar austan Svínavatns. Vestan und­ir honum eru Hafratjörn og Lómatjörn, og sjást þar oft him­brimar, lómar og ýmsar andategundir, enda feluland gott í háu grasi og hrísi.