Sólheimasandur, sandflæmi austan Jökulsár, framhald Skógasands. Þar eru mikil tún Sólheimabænda. Sennilegt talið að sandar þessir hafi orðið til af jökulhlaupum eftir að land byggðist. Þjóðsagan segir þá hafa orðið til þegar landnámsmennirnir Loðmundur á Sólheimum og Þrasi í Skógum veittu vötnum milli sín.