Sómastaðir

Sómastaðir, húsið byggði Hans J. Beck (1838-1920) við torfbæ sinn árið 1875 en hann er nú alveg horfinn sjónum. Sérstaða hússins er sú að útveggir þess eru úr grágrýti sem bundið er saman með smiðjumó, en svo kallast ein tegund jökulleirs. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands síðan 1989.