Sönghellir

Stapafell, mæn­islaga mó­bergs­fell, 526 m, geng­ur suð­ur úr und­ir­hlíð­um Snæ­fells­jök­uls, bert og skriður­unn­ið. Efst á því er klett­ur, Fellskross, fornt helgi­tákn en fellið talið bú­stað­ur dul­vætta. Norð­an við Stapa­fell er Sönghellir, kunn­ur fyr­ir berg­mál sitt. Sagt er að Bárður Snæfellsás hafi upphaflega fundið hellinn. Í hon­um eru marg­ar nafnarist­ur, sum­ar ævagaml­ar, m.a. Egg­erts Ólafs­son­ar og Bjarna Páls­son­ar, rúnir og galdra­stafir.