Spákonufellsborg

Spákonufell, fyrrum kirkju­stað­ur við samnefnt fell. Þar bjó Þórdís spákona er kemur við Kor­máks sögu og marg­ar sagnir eru um. Sagt er að Þórdís hafi farið með kistu fulla af ger­semum og sett hana í hamrana í fellinu og mælt svo um að sú kona mætti eiga kistuna sem hefði hvorki verið skírð né lært guðsorð. Spákonufellsborg (646m) svip­mesta og sérkenni­legasta fjall á þessum slóðum.