Spákonufell, fyrrum kirkjustaður við samnefnt fell. Þar bjó Þórdís spákona er kemur við Kormáks sögu og margar sagnir eru um. Sagt er að Þórdís hafi farið með kistu fulla af gersemum og sett hana í hamrana í fellinu og mælt svo um að sú kona mætti eiga kistuna sem hefði hvorki verið skírð né lært guðsorð. Spákonufellsborg (646m) svipmesta og sérkennilegasta fjall á þessum slóðum.