Staðarborg

Heydalir, oft nefnd­ir Ey­dal­ir, kirkju­stað­ur og prests­set­ur. Vegna land­kosta­ og hlunninda lengi í röð eftirsóttustu brauða landsins. Frægast­ur presta þar Ein­ar Sig­urðs­son (1538–1626). Tal­inn einn kyn­sælast­ur Ís­lend­­inga á seinni öld­um og mesta sálma­skáld sinn­ar ald­ar. Kunn­ast­ur er jóla­sálm­ur­inn „Nótt­in var sú ágæt ein“. Þar hefur verið unnin mikil skógrækt á vegum Skógræktarfélags Breiðdælinga og skemmtilegar gönguleiðir eru um Heydali og Staðarborg.